Select Page

18/02/2021

GK-mót í hópfimleikum um helgina

GK mót hópfimleikar

Nú um helgina fer fram GK-mót í hópfimleikum, í nýju glæsilegu fimleikahúsi á Akranesi.

Á mótinu verður keppt í meistaraflokki, 1. flokki, 2. flokki og kke. Hér má sjá skipulag mótsins í heild sinni.

Mótið verður áhorfendalaust, en gaman er að segja frá því að beint streymi verður frá mótinu. Hlekkur að streyminu mun birtast í færslu á Facebook síðu Fimleikasambandsins áður en mótið hefst.

Við óskum keppendum góðs gengis um helgina!

Hér má sjá myndir af nýja fimleikahúsinu

Fleiri fréttir

NM unglinga frestað

NM unglinga frestað

Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum karla og kvenna og Norðurlandamót drengja sem átti að fara fram í fjarkeppni í lok maí (22. – 23. 5. 2021)...

Gleðilega páska

Gleðilega páska

Fimleiksamband Íslands óskar ykkur gleðilegra páska! Skrifstofan verður lokuð frá 1. - 5. apríl. Njótum páskanna og nýtum fjölbreyttar og...