Select Page

Spennandi bikarmót í hópfimleikum og áhaldafimleikum að baki

Um helgina fór fram bikarmót í hópfimleikum og áhaldafimleikum þar sem fremsta fimleikafólk landsins kepptu um titlana. Mótið var haldið í Fjölni, Egilshöll og var keppnin hörð frá upphafi til enda.

Í hópfimleikum sáum við glæsileg tilþrif frá liðum Stjörnunnar sem tryggðu sér sigur í kvenna-, karla- og blönduðum flokki. Í kvennakeppninni fylgdi lið Gerplu fast á eftir og endaði í öðru sæti, en lið Selfoss tók bronsið með frábæra frammistöðu.

Áhaldafimleikarnir buðu einnig upp á mikla spennu, þar sem lið Gerplu 1 í karla og kvennakeppni sigruðu eftir frábæra keppni. Keppnin var hörð í báðum greinum og voru það lið Störnunnar sem hrepptu silfur í kvennakeppninni og lið Björk í karlakeppninni. Í því þriðja kvennamegin var lið Ármanns 1 og Gerpla 2 karlamegin.

Áhorfendur fylltu stúkurnar og stemningin var rafmögnuð allan tímann. Mótið sýndi enn og aftur fram á gæði og metnað sem einkennir íslenska fimleika.

Fimleikasamband Íslands óskar öllum keppendum, þjálfurum og félögum til hamingju með árangurinn og hlökkum við til næstu móta! Að lokum viljum við þakka Fjölni fyrir frábært mótahald, dómurum og öðrum sjálfboðaliðum fyrir aðstoðina og RÚV fyrir gott samstarf.

👉Úrslit mótsins má finna hér.

📸Myndir verða birtar hér.