Select Page

Nú er að hefjast Hæfileikamótun drengja hjá Fimleikasambandinu þar sem æfingar verða í boði fyrir þá sem æfa nú þegar fimleika en eru ekki í úrvalshópum landsliða.

Æfingarnar eru því ætlaðar iðkendum í kky, kke og eldri iðkendum, en eru ekki í úrvalshóp og er stefnt að því að hafa 3 æfingar á árinu 2021. Uppfylla þarf lágmörk til að taka þátt í æfingunni sem hafa verið send út í tölvupósti til félagana. Lágmörk eru breytileg og send út fyrir hverja æfingu. Félagsþjálfarar eru beðnir um að fylgja iðkendum á æfingarnar, en vegna fjöldatakmarkana í Covid-19 biðjum við félögin að senda ekki fleiri en einn félagsþjálfara með hverjum hópi. Bætt verður við æfingu fari skráning fram yfir fjöldatakmarkanir sem eru gildandi í samfélaginu á þeim tímapunkti sem æfingin fer fram. Félögin verða upplýst eftir að skráningu lýkur.

Hér má sjá frétt um þjálfara hæfileikamótunar og útskýringar á mismunandi tegundum æfinga í hæfileikamótun: https://fimleikasamband.is/thjalfarar-radnir-i-haefileikamotun-drengja/.

Staðsetning:

Stjörnunni í Garðabæ þann 13. júní 2021. Hópunum verður skipt í tvennt og verða æfingarnar á eftirfarandi tímasetningum:

  • Kky = Kl. 11:00-13:30
  • Kke og eldri iðkendur = Kl. 13:30-16:00

Skráning:

Skráning fer fram í gegnum félögin, linkur á skráningu hefur verið sendur út í tölvupósti til félagana.

Skráningu lýkur: 31. maí, kl. 23:59.

Markmið æfinga:

Markmiðið er að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra af hverjum öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar, áhersla er lögð á samvinnu félaga og þjálfara. Markmiðið er einnig að fjölga drengjum í íþróttinni og stefnt er að því ná í drengjalið fyrir Evrópumót í hópfimleikum á næstu árum.

Umsjá æfinga:

Eysteinn Máni Oddsson þjálfari í hæfileikamótun sér um verkefnið og með honum eru Magnús Óli Sigurðsson og Alexander Sigurðsson.

Ef þið hafið spurningar varðandi æfinguna, vinsamlega sendið póst á iris.mist@fimleikasamband.is.