Select Page

Fræðsludagur Fimleikasambandsins fór fram laugardaginn 23. september í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. Tæplega 90 þjálfarar voru mættir í salinn að hlusta á frábæra fyrirlestra.

Fyrstur var Stefán H. Stefánsson, sjúkraþjálfari og hásina sérfræðingur með meiru. Stefán var með góða fræðslu um krossbanda og hásinaslit, meiðsli sem koma upp í fimleikum eins og öðrum íþóttum annars lagið. Næstar komu þær Sandra Friðriksdóttir, hjúkrunarfræðingur og Móeiður Pálsdóttir, sálfræðingur. Þær eru starfsmenn í átröskunarteymi Landspítalans og fjölluðu um átraskanir í íþróttum, eitthvað sem við þurfum að vera vakandi fyrir og grípa inn í ef þörf er á.

Að lokum var það Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur sem fjallaði um kvíða í fimleikum. Kvíði er eðlileg tilfinning fyrir okkur en getur orðið að vandamáli í einhverjum tilfellum. Því er mikilvægt fyrir þjálfara að þekkja einkenni og geta aðstoðað eða leiðbeint iðkendum þegar þeir ráða ekki við aðstæður.

Við þökkum öllum fyrirlesurum kærlega fyrir góð erindi og þjálfurum fyrir komuna í HR. Þeir þjálfarar sem ekki komust á staðin fá aðgang að fyrirlestrunum í kennsluforritinu Canvas.