Mynd úr frétt ÍSÍ.
Launasjóður íþróttamanna var kynntur á blaðamannafundi í gær, þar sem afreksíþróttafólk, sérsambönd og leiðtogar úr íþróttahreyfingunni kom saman og fagnaði þessum áfanga. Í fyrsta sinn mun afreksíþróttafólk nú fá laun fyrir vinnu sína sem íþróttafólk.
Fjórir úr fimleikunum á launaskrá
Þau Dagur Kári Ólafsson, Valgarð Reinhardsson, Hildur Maja Guðmundsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir munu hljóta laun úr launasjóðnum. Fimleikasambandið afar er stolt af sýnu fólki sem hefur lagt allt sitt af mörkum til þess að komast á þennan stað.
Markmiðið er að gera afreksíþróttafólki kleift að setja íþrótt sína í forgang og einbeita sér að afreksíþróttastarfi með það að leiðarljósi að ná framúrskarandi árangri og komast í fremstu röð á alþjóðavettvangi, eins og fram kemur í frétt ÍSÍ.
Fimleikasamband þakkar Afreksmiðstöð Íslands, ÍSÍ, afreksíþróttafólki fortíðar og öllum þeim sem hafa komið að þessu gífulega mikilvæga verkefni fyrir sitt framlag og vinnuna sem þau hafa lagt í verkefnið til þess að gera það að veruleika.
Listann í heild sinni má finna í frétt ÍSÍ.