Select Page

Mótin okkar eru loksins komin af stað aftur og verða hvorki meira né minna en fjögur mót núna um helgina. Mótin sem verða haldin eru Íslandsmót í þrepum, GK meistaramót í áhaldafimleikum, Bikarmót í hópfimleikum og Íslandsmót í stökkfimi. Hér fyrir neðan er hægt að finna allar upplýsingar um hvert og eitt mót.

Íslandsmót í þrepum

Íslandsmót í þrepum fer fram í Ármanni, í Íþróttamiðstöðinni Laugarból, á laugardag og sunnudag.

Laugardagur – 2. þrep kvk
Keppni hefst kl. 10:10
Keppni lýkur kl. 11:50

Laugardagur – 1. þrep kvk og 1. – 3. þrep kk
Keppni hefst kl. 13:40
Keppni lýkur kl. 16:40

Sunnudagur – 3. þrep kvk (2 hlutar)
Hluti 3 hefst kl. 08:40
Hluta 3 lýkur kl. 10:10

Hluti 4 hefst kl. 11:20
Hluta 4 lýkur kl. 12:50

 • Mótaskipulag finnið þið hér.
 • Úrslitin verða birt hér.
 • Myndir af mótinu verða birtar hér.
 • Upplýsingar um miðasölu hefur verið send á félögin.

GK meistaramót í áhaldafimleikum

GK meistaramót í áhaldafimleikum fer fram í Ármanni, í Íþróttamiðstöðinni Laugarból, á sunnudaginn. Keppt verður í frjálsum æfingum karla og kvenna á einstökum áhöldum.

Sunnudagur – Frjálsar æfingar
Keppni hefst kl. 14:40
Keppni kvk lýkur kl. 16:20
Keppni kk lýkur kl. 17:30

 • Mótaskipulag finnið þið hér.
 • Úrslitin verða birt hér.
 • Myndir af mótinu verða birtar hér.
 • Upplýsingar um miðasölu hefur verið send á félögin.

Bikarmót í hópfimleikum

Íslandsmótið í hópfimleikum fer fram í Ásgarði, fimleikahúsi Stjörnunnar

Föstudagur – 2. flokkur og KK eldri
Keppni hefst kl. 19:02
Keppni lýkur kl. 20:53

Laugardagur – Meistaraflokkur
Keppni hefst kl. 16:10
Keppni lýkur kl. 7:20

Sunnudagur – 1. flokkur
Keppni hefst kl. 13:40
Keppni lýkur kl. 14:43

 • Mótaskipulag finnið þið hér.
 • Úrslitin verða birt hér.
 • Myndir af mótinu verða birtar hér.
 • Miða á mótið er hægt að kaupa hér.

Íslandsmót í stökkfimi

Íslandsmótið í stökkfimi fer fram í Ásgarði, fimleikahúsi Stjörnunnar.

Laugardagur – A deildir í 5. flokki, 4. flokki 3. flokki og KK eldri
Keppni hefst kl. 09:20
Keppni lýkur kl. 10:14

Sunnudagur – A deildir meistaraflokks og 1. flokks – B deildir 4. flokks, 3. flokks og 2. flokks
Keppni hefst kl. 12:20
Keppni lýkur kl. 13:14

 • Mótaskipulag finnið þið hér.
 • Úrslitin verða birt hér.
 • Myndir af mótinu verða birtar hér.
 • Miða á mótið er hægt að kaupa hér.

Gleðilega fimleikahelgi!