Select Page

Þá eru aðeins 2 dagar í brottför hjá íslenska drengja- og stúlknalandsliðinu í áhaldafimleikum. EYOF (Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar) sem er ætluð þátttakendum á aldrinum 14-18 ára hefst þann 24. júlí næstkomandi í Banská Bystrica í Slóvakíu. Um 6.000 þátttakendur frá 48 löndum í Evrópu taka þátt á hátíðinni og verður keppt í 10 íþróttagreinum. Ísland sendir 38 keppendur í 8 íþróttagreinum, en lista þátttakenda og íþróttagreina má sjá hér.

Unglingalandslið Íslands

Þau Ari Freyr Kristinsson, Lúkas Ari Ragnarsson, Sigurður Ari Stefánsson, Arna Brá Birgisdóttir, Natalía Dóra S. Rúnarsdóttir og Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir skipa landslið Íslands í áhaldafimleikum. Þeir Jóhannes Níels Sigurðsson og Ólafur Garðar Gunnarsson eru þjálfarar í ferðinni.

European Young Olympic Ambassador (EYOA) – Ungur Leiðtogi

Sonja Margrét Ólafsdóttir, fimleikakona og keppandi á hátíðinni árið 2017, hefur verið valin sem Ungur Leiðtogi fyrir hönd Íslands á hátíðinni í ár. Sonja mun fá hlutverk sem leiðbeinandi, fréttamiðlari eða kynningarstjóri, en að hámarki einn frá hverju landi er valinn til þess að sinna slíkum hlutverkum. Mikill heiður fylgir því að vera valinn sem Ungur leiðtogi og óskar Fimleikasamband Íslands Sonju Margréti innilega til hamingju með hlutverkið.

Samfélagsmiðlar

Hægt verður að fylgjast með gangi málanna á hinum ýmsu miðlum, listi yfir miðlana má finna hér.

Instagram ÍSÍ: @iciiceland
Facebook ÍSÍ: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands – ÍSÍ
Heimasíða ÍSÍ: www.isi.is

Instagram leikanna: @eyof2022
Facebook leikanna: EYOF Banská Bystrica 2022
Heimasíða leikanna: EYOF 2021 | EYOF Banská Bystrica 2022 (eyof2022.com)
Youtube síða leikanna: EYOF Banská Bystrica 2022

Að auki verður hægt að fylgjast með Instagram og Facebooksíðu Fimleikasambands Íslands.