Íslenska kvennalandsliðið í áhaldafimleikum hefur lokið keppni á Evrópumótinu með góðum árangri. Heildarstig liðsins voru 143.527 stig sem skilaði þeim 22. sæti.
Liðið hóf keppni á gólfi þar sem tvö föll lækkuðu heildarskorið á áhaldinu. Stelpurnar létu það ekki á sig fá og stigu upp á hinum þrem áhöldunum. Allar skiluðu góðu stökki og tvísláin gekk mjög vel, þær enduðu svo allar með frábærar sláaræfingar. Hæðst íslensku keppandanna varð Thelma Aðalsteinsdóttir með 49.064 stig.
Liðið saknaði Margrétar Leu sem meiddist stuttu fyrir brottför en stelpurnar studdu hvor aðra vel og uppskáru eftir því.
Fimleikasambandið óskar keppendum og þjálfurum til hamingju með árangurinn.