Select Page

Karlalandsliðið í áhaldafimleikum hefur lokið keppni á Evrópumótinu í Rimini með frábærum árangri. Heildarskor liðsins var 231.692 sem skilar þeim 19. sæti en það er besti árangur sem liðið hefur náð á Evrópumóti.

Ólafur Garðar Gunnarsson, þjálfari, Ágúst Ingi, Martin Bjarni, Valgarð, Atli Snær, Dagur Kári og Viktor Kristmannsson, þjálfari.

Strákarnir hófu keppni á hringjum þar sem allir skiluðu góðum seríum og flottum lendingum líkt og á stökkinu. Tvísláin gekk einnig mjög vel. Liðið lét ekki smá hnökra á svifránni trufla sig og kláruðu gott gólf og flottan bogahest. Dagur Kári var síðastur upp á bogahesti og kláraði mótið með stórkostlegri seíru sem skilaði honum 13.966 stigum og 14 sæti.

Strákarnir voru heilt yfir ánægðir með mótið og góða liðsheild sem skilar þeim þessum árangri. Bestum árangri íslendinganna eftir harða keppni í fjölþrautinni náði Valgarð Reinhardsson með 78.297 stig.

Hér má fylgjast með úrslitum.

Streymi á mótið.

Myndir frá mótinu.

Fimleikasambandið óskar keppendum og þjálfurum innilega til hamingju með árangur dagsins.

Fréttin hefur verið uppfærð.