Select Page

Um helgina fór fram stórt þriggja daga endurmenntunarnámskeið á vegum Fimleikasambands Íslands. Fengum við til landsins sérfræðinginn hann Nick Ruddock, en sérhæfir hann sig í því að halda slík námskeið um allan heim, hann var til dæmis meðal sérfræðinga á þjálfaranámskeiði hjá Evrópska Fimleikasambandinu fyrr í mánuðinum.

Endurmenntunarnámskeiðið var fléttað saman við æfingabúðir hjá úrvalshóp kvenna og unglinga, þar sem að meðlimum úrvalshópa bauðst þátttaka á bæði tæknifyrirlestrum, sem og æfingum í lok hvers dags. Áherslurnar að þessu sinni voru þrískiptar; líkamlegur undirbúningur, stökk og gólf og tvíslá. Landsliðsþjálfararnir Ferenc Kováts og Þorgeir Ívarsson voru Nick innan handar á námskeiðinu og í æfingabúðunum.

Námskeiðið var vel sótt, en voru það um 35 þjálfarar sem tóku þátt um helgina. Námskeiðið og æfingabúðinar gengu vel fyrir sig og mikil ánægja var meðal þátttakenda. Við hjá Fimleikasambandinu þökkum þátttakendum fyrir komuna og vonum við að námskeiðið nýtist þjálfurum í landinu til góðs við uppbyggingu á íslenskum áhaldafimleikum.

Að lokum viljum við þakka Ármanni, Gróttu og Gerplu fyrir lán á sölum.

Hér má lesa meira um Nick Ruddock og hans vinnu.