Unglingarnir okkar hafa lokið keppni á EM. Þeir Kári Pálmason og Lúkas Ari Ragnarsson, stóðu sig með mikilli prýði á Evrópumótinu í dag og sóttu sér afar dýrmæta reynslu í bankann. Þetta var annað Evrópumótið hans Lúkasar Ara en fyrsta Evrópumótið hans Kára.
Smávægileg meiðsli settu aðeins strik í reikninginn hjá Kára, en hann varð því miður að skrá sig úr keppni á þremur áhöldum en stóð sig vel á tvíslá, bogahesti og endaði svo á glæsilegri seríu á hringjum með því að pinna afstökkið. Lúkas Ari keppti á öllum áhöldum og stóð sig frábærlega og greinilegt að æfingar undanfarinna vikna eru að skila sér í glæsilegri framkvæmd og öryggi.




Fimleikasambandið óskar Kára, Lúkasi Ara og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með mótið og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.