Select Page

Jón Sigurður, betur þekktur í fimleikaheiminum sem Nonni, fer á flakk næstu mánuði þar sem hann mun mæta til leiks á Apparatus World Cup mótaröðina.

Mótaröðin er undankeppni fyrir HM, þar geta keppendur unnið sér inn keppnisrétt á einstökum áhöldum. Hér má sjá Nonna útskýra mótaröðina betur, en hann mun keppa á hringjum:

Nonni er 29 ára og byrjaði hann ungur að æfa fimleikar hjá Ármanni, þar hefur hann æft fimleikar í 24 ár. Þegar Nonni var spurður hvað honum fyndist skemmtilegast við það að æfa fimleika – þá svaraði hann “skemmtilegast er að sjá framfarir, bæta sig og verða sterkari” Nonni nýtur sín best á svifrá en lýsir hann þeirri tilfinningu sem myndast þegar hann grípur flugæfingar á svifrá sem “eina besta tilfinningu sem ég hef fundið”. Þrotlaus vinna er það sem skilar árangri í fimleikum að hans mati. Nonni hugsar vel um líkamann sinn, enda er hann undir miklu keppnisálagi, hann hefur lagt það í vana sinn að fara í sund, en hann segir sund hjálpi til við að halda líkamanum í standi.

Nonni er með góð ráð fyrir þá iðkendur sem vilja verða enn betri í fimleikum – “Hugsa um heilsuna og æfa sig.. eins mikið og þú getur”. Nonni segir að mikilvægt sé að keppa mikið og æfa sig í að keppa, þannig sérð þú bætingu. Hér er myndband þar sem Nonni útskýrir hvernig keppni getur hjálpað til við að sjá bætingu:

Framundan er stórt og mikið keppnisár hjá Nonna sem hefst í Cottbus, Þýskalandi þann 23.febrúar, þaðan fer hann til Doha, Qatar og mun hann keppa þann 2.mars. Þá næst er haldið til Cairo, Egyptalands, keppir Nonni þann 17.mars og lýkur mótaröðinni í Baku, Azerbajan, þann 31.mars. Frekari upplýsingar um mótin koma á okkar helstu samfélagsmiðlum þegar nær dregur.

Við hjá fimleikasambandi Íslands óskum Nonna góðs gengis í undirbúningi og í keppni. – Áfram Ísland.