Select Page

Thelma Aðalsteinsdóttir náði því markmiði sínu á Evrópumótinu í dag að fá æfingu nefnda eftir sér í dómarabók alþjóða fimleikasambandsins, FIG.

Í áhaldafimleikum tíðkast það að sá sem framkvæmir æfingu fyrstur af öllum á stórmóti getur fengið æfinguna nefnda eftir sér ef æfingin er framkvæmd án mikilla framkvæmdagalla eða falls. Thelma hefur verið að æfa nýja æfingu á tvíslánni með það að markmiði að fá hana nefnda eftir sér í dómarabókina. Thelma náði að framkvæma nýju æfinguna á Evrópumótinu í dag. Æfingin byggist á framhring í öfugu gripi tengt beint í framheljarstökk eða á fimleikamáli, Weiler hringur tengt í Comaneci framheljarstökk.

Hér fyrir neðan má sjá nýju æfinguna, Aðalsteinsdóttir.

Til hamingju Thelma!