Select Page

Ráðið hefur verið í allar landsliðsþjálfarastöður fyrir Evrópumótið í hópfimleikum, sem fram fer í Espoo, Finnlandi dagana 14-17. október 2026. Fimleikasamband Íslands óskar öllum þjálfurunum innilega til hamingju með ráðninguna. 

Fimleikasambandið stefnir á að senda tvö til þrjú A-landslið á mótið, en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðum um hvort verði sent blandað og/eða karlalið, en það mun skýrast á næstu mánuðum. Stefnt er á að senda þrjú lið í flokki U-18, stúlknalið, blandað lið unglinga og drengjalið.

Landsliðsþjálfarar 2026

Kvennalið: 

Kristinn Þór Guðlaugsson, stökkáhöld

Michal Říšský, gólfæfingar og stökkáhöld

Andrea Sif Pétursdóttir, gólfæfingar og stökkáhöld

Blandað lið/karlalið fullorðinna: 

Marcus Schrøder, stökkáhöld

Stefán Ísak Stefánsson, stökkáhöld

Yrsa Ívarsdóttir, gólfæfingar

Þórey Ásgeirsdóttir, gólfæfingar

​​Stúlknalið: 

Þórdís Þöll Þráinsdóttir, stökkáhöld

Viktor Elí Sturluson, stökkáhöld

Karítas Inga Jónsdóttir, gólfæfingar

Blandað lið unglinga: 

Helgi Laxdal Aðalgeirsson, stökkáhöld

Ylfa Sól Guðmundsdóttir, stökkáhöld

Stefanía Sól Sveinbjörnsdóttir, gólfæfingar

Drengjalið: 

Tomas Bekkavik, stökkáhöld

Halldór Hafliðason, stökkáhöld

Heiðrún Ósk Sævarsdóttir, gólfæfingar

Við óskum öllum þjálfurum til hamingju og óskum þeim góðs gengis í komandi vinnu fyrir landslið Íslands. 

Áfram Ísland!