Fjögur lið frá Íslandi eru lögð af stað á Norðurlandamót unglinga í hópfimleikum sem fer fram í Lund í Svíþjóð næst komandi laugardag, 20. apríl.
Keppt er í þrem flokkum, blönduð lið, stúlknalið og drengjalið. Ísland á tvö lið í blönduðum flokki, Gerpla og Stjarnan og tvö lið í stúlknaflokki, Selfoss og Gerpla.
Keppni hefst hjá blönduðum liðum kl. 08:30 að íslenskum tíma. Klukkan 11:50 hefja stúlkurnar keppni og klukkan 14:45 hefst síðasti hluti mótsins þegar drengjaliðin keppast um norðurlandameistaratitilinn.
Streymt er frá mótinu og má finna hlekk fyrir streymið hér.
Áfram Ísland!!