Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni á FIG World Challenge Cup í Szombathley.
Valgarð Reinhardsson keppti á gólfi og átti ekki nógu gott mót í dag. Hann kom fimmti inn í úrslitin í gær en var örlítið þungur á gólfinu í dag og endaði í 8. sæti með 12.433 stig.
Thelma Aðalsteinsdóttir kom áttunda inn í úrslitin á stökkinu. Thelma gerði mjög góð tvö stökk í dag og endaði í sjöunda sæti með 12.783 stig, 13.066 fyrir fyrra stökkið og 12.500 fyrir það seinna.
Þessi árangur ætti að gefa þeim byr undir báða vængi fyrir Heimsmeistaramótið sem hefst eftir þrjár vikur í Antwerpen í Þýskalandi.
Við óskum Thelmu og Valgarð innilega til hamingju með árangurinn og góðs gengis á Heimsmeistaramótinu.