Select Page

Fræðsludagur Fimleikasambandsins fór fram nú um helgina í húsakynnum Háskólans í Reykjavík og mættu þar um 90 þjálfarar.

Fyrirlesararnir voru:

  • Björgvin Ingi Ólafsson – Samkeppni við lífið – Hvernig höldum við í unglingana okkar
  • Þorgrímur Þráinsson – Allir eru einstakir – Þitt framlag skiptir máli
  • Guðmundur Þór Brynjólfsson – Fimleikar og hryggheilsa

Þeir þjálfarar sem ekki sáu sér fært að mæta eða kjósa að hlusta á fyrirlestrana á ensku geta horft á þá í Canvas fræðslukerfinu eins og í fyrra. Opnað verður fyrir Fræðsludaginn í Canvas á næstu dögum, þegar búið verður að taka upp alla fyrirlestrana á ensku. Fræðsludagurinn verður opinn út október. Opnað verður aftur fyrir Fræðsludaginn í Canvas eftir áramótin í styttri tíma ef þarf.

Fimleikasambandið þakkar þeim þjálfurum sem mættu á staðinn og hvetur hina til að horfa í Canvas.