Select Page

Karlalandsliðið í áhaldafimleikum hefur lokið keppni á Evrópumótinu. Tveir keppendur luku fjölþraut en Valgarð Reinhardsson meiddist á fyrsta áhaldi.

Ísandsmeistarinn Valgarð Reinhardsson er úr leik á Evrópumótinu í áhaldafimleikum. Valgarð hóf keppni á stökki, meiddist á ökla í seinna stökkinu og gat ekki haldið áfram keppni. Þeir Martin Bjarni Guðmundsson og Jónas Ingi Þórisson voru báðir að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti í fullorðinsflokki og kláruðu sína fjölþraut með ágætis árangri, Martin Bjarni með 71,064 stig í 61. sæti og Jónas Ingi með 69,831 stig í 63. sæti af 152 keppendum. Jón Sigurður Gunnarsson keppti í hringjum og hlaut hann 13,000 stig fyrir sínar æfingar í 49. sæti af 96 keppendum, en 8 efstu menn komast áfram í úrslit á hverju áhaldi.

Hér er hægt að sjá yfirlit úrslita frá keppnisdeginum.

Myndbönd af keppnisæfingum strákanna er hægt að sjá á Instagram story sambandsins.

Myndir frá mótsdegi munu birtast á myndasíðu sambandsins.

Sýnt verður frá úrslitum mótsins á RÚV og hefst veislan með fjölþrautar úrslitum kvenna á morgun, föstudag kl. 11:20 og fjölþrautar úrslitum karla kl. 14:50. Úrslit á einstökum áhöldum fara fram laugardag og sunnudag einnig í beinni á RÚV.