Í dag keppti Valgarð Reinhardsson á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Tyrklandi. Valgarð keppir í fullorðinsflokki og ekki er keppt í fjölþraut á sléttu tölu árum. Valgarð einbeitti sér að þremur bestu áhöldunum sínum, gólfi, stökki og svifrá.
Skemmst er frá því að segja að Valgarð var með 14,033 fyrir stökkin sín tvö, sem er sama einkunn og síðasti maður inn í úrslit var með. Reglur mótsins segja til um það að sá fimleikamaður sem er með hærri framkvæmdareinkunn fer áfram í úrslit ef um jafn háa lokaeinkunn er að ræða og þar með er það fimleikamaður frá Tékklandi sem fer í úrslitin á kostnað Valgarðs. Keppnin í dag var æsispennandi og var hann inni í úrslitum alveg þar til að síðasti maður sem keppti með tvö stökk fór upp fyrir hann og Valgarð færðist niður í sæti fyrsta varamanns.
Árangur Valgarðs er frábær og gaman að sjá hann fylgja eftir árangri sínum frá því á Evrópumótinu 2018 þar sem hann keppti til úrslita á stökki, en nær því er ekki hægt að komast en að vera með jafn háa einkunn og síðasti maður inn í úrslitin.
Við erum stolt af Valgarði, hann er afburða íþróttamaður með aðdáunarvert hugarfar og við hlökkum til að fylgjast með honum á EM í apríl í Sviss. Eftir árangur dagsins erum við bjartsýn fyrir hönd Valgarðs á lokasprettinum fyrir síðustu atlögu að Ólympíuleikunum í Tokyo.
Á morgun keppir Jónas Ingi til úrslita í fjöþraut á mótinu og hefst keppnin kl. 9:00 á íslenskum tíma.