Select Page

Karlalandsliðið hefur lokið keppni á EM Karlalandslið Íslands hefur lokið keppni á Evrópumótinu í Tyrklandi.

Þeir Ágúst Ingi Davíðsson, Dagur Kári Ólafsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson kepptu í liðakeppninni og Jón Sigurður Gunnarsson keppti sem specialisti á hringjum.

Strákarnir voru vel stemmdir og samheldnin í hópnum mikil. Besta fjölþrautarárangur íslensku strákanna í dag átti enginn annar en Íslandsmeistarinn okkar Valgarð með 75.698 stig. Rétt á eftir honum var það hann Dagur Kári Ólafsson með 75.565 stig.

Ágúst Ingi sýndi glæsilegar æfingar á tvíslá, svifrá og hringjum. Jónas átti mjög góðan dag þar sem hann gerði flottar æfingar á gólfi, bogahesti og stökki. Martin Bjarni keppti í fjölþraut og hafnaði hann þriðji efstur af Íslensku strákunum. Jón Sigurður framkvæmdi virkilega erfiða hringjaæfingu en því miður vafðist afstökkið fyrir honum í dag.

Liðið Íslands hafnaði í 20 sæti á EM með 229.427 stig!

Fyrsti og annar varamaður inn á HM

Samkvæmdt fyrstu útreikningum þá er Valgarð fyrsti varamaður inn á HM og Dagur Kári annar. Alþjóðafimleikasambandið (FIG) hefur ekki sent frá sér tilkynningu til staðfestingar á listanum.

Konurnar keppa á morgun

Konurnar keppa snemma í fyrramálið, stíga þær á stóra sviðið klukkan 07:00 á íslenskum tíma.

Beint streymi frá keppni kvenna.

Öll úrslit má sjá hér.

Myndir má sjá hér.

Fimleikasamband Íslands óskar strákunum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með frábæran árangur í dag.