Select Page

Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari hefur tilnefnt 11 karla til þátttöku í úrvalshópi 2022. Hópurinn hefur æft saman frá því í byrjun árs og stefna þeir á æfingaferð til Ungverjalands þann 19. mars næstkomandi. Jón Sigurður Gunnarsson (Nonni) er í hópnum, en í febrúarmánuði hóf hann þátttöku á Apparatus World Cup mótaröðinni, meira um það hér. Næsta stóra verkefni hópsins er Norðurlandamót, sem fer fram á Íslandi, helgina 1.-3. júlí.

Hópurinn er:

 • Arnþór Daði Jónasson – Gerpla
 • Atli Snær Valgeirsson – Gerpla
 • Ágúst Ingi Davíðsson – Gerpla
 • Dagur Kári Ólafsson – Gerpla
 • Eyþór Baldursson – Gerpla
 • Guðjón Bjarki Hildarson – Gerpla
 • Jón Sigurður Gunnarsson – Ármann
 • Jónas Ingi Þórisson – Gerpla
 • Martin Bjarni Guðmundsson – Gerpla
 • Valdimar Matthíasson – Gerpla
 • Valgarð Reinhardsson – Gerpla

Innilega til hamingju með tilnefninguna – Áfram Ísland