Select Page

Nú á dögunum hélt Þorbjörg Gísladóttir landsliðsþjálfari æfingabúðir fyrir stúlkur í Úrvalshópi unglinga í áhaldafimleikum kvenna. Æfingarnar búðirnar stóðu yfir í tvo heila daga á mánudag og þriðjudag, auk þess sem þær voru fyrir hádegi á miðvikudegi.

Stúlkurnar voru á æfingum, bæði með og án félagsþjálfara sinna. Augljóst er að þær eru búnar að leggja hart að sér og voru sýnilegar framfarir frá síðustu æfingu.

Hreyfiflæði og jóga

Vaka Rögnvaldsdóttir stýrði stúlkunum í hreyfiflæði og jóga tíma, sem heppnaðist mjög vel.

Hreyfiflæði og jóga

Þrekpróf

Að venju var haldið þrekpróf. Mikill metnaður er ávallt hjá stúlkunum að standa sig vel á þrekprófinu og eru veitt verðlaun fyrir þær sem sýna bestan árangur.

Markmiðasetning

Einnig var farið í vinnu með í markmiðasetningu. Stúlkurnar unnu verkefni í tveimur hópum um sín markmið í fimleikum. Hóparnir kynntu svo sín verkefni fyrir hvorum öðrum og sköpuðust upp úr því góðar og uppbyggilegar umræður.

Það eru forréttindi að vinna með fulltrúum ungu kynslóðarinnar. Ljóst er að þarna eru á ferðinni efnilegar stúlkur sem eiga framtíðina fyrir sér.