Select Page

09/05/2022

Úrvalshópaæfing unglinga í áhaldafimleikum kvenna

Um helgina fór fram fyrsta úrvalshópaæfing unglinga í áhaldafimleikum kvenna. Sif Pálsdóttir og Ferenc Kovats, landsliðsþjálfarar unglinga stýrðu æfingunni. Vert er að nefna að æfingin var jafnt framt fyrsta úrvalshópaæfingin undir þeirra stjórn.

Æfingin fór fram í Ármanni en mættar voru stúlkur frá átta mismunandi félögum ásamt félagsþjálfurum sínum. Heilt yfir gekk æfingin smurt og vel fyrir sig og við hjá Fimleikasambandi Íslands erum spennt fyrir komandi tímum hjá þessum flottu stúlkum. 

Næstu landsliðsverkefni unglinga eru Norðurlandamót hér á Íslandi í júlí, EYOF í Slóvakíu, einnig í júlí og EM í Þýskalandi um miðjan ágúst. Sannkallað fimleikasumar í vændum. 

Frekari upplýsingar um úrvalshóp unglinga í áhaldafimleikum má finna hér.

Fleiri fréttir

Félagaskipti haustið 2022

Félagaskipti haustið 2022

Frestur til að sækja um félagaskipti rann út 15. september síðastliðinn. 30 keppendur frá 9 félögum sóttu um félagaskipti og fengu félagskipti sín...

Stúlknalið tók bronsið!

Stúlknalið tók bronsið!

Unglingalandslið Íslands stóðu sig með glæsibrag í úrslitunum á EM í hópfimleikum í dag. Stúlknalandslið gerði sér lítið fyrir og enduðu í 3. sæti!...