Úrtökuæfingum fyrir landsliðshópa í fullorðins og unglingaflokki fyrir Evrópumót í hópfimleikum er lokið. Evrópumótið fram fer í Lúxemborg 14.-17. september.
Mikið gleðiefni var að sjá hversu margir unglingar voru skráðir á æfinguna en alls voru það 110 einstaklingar. Í fullorðinsflokki voru 58 einstaklingar skráðir á æfinguna.
Mikil spenna er framundan, en Ísland mun senda fimm lið til keppni; kvennalið, karlalið, stúlknalið, drengjalið og blandað lið unglinga.
Liðin verða tilkynnt á heimasíðu sambandsins þann 16.maí á milli kl 15:00 og 16:00.
Við þökkum öllum iðkendum fyrir komuna, framtíðin er björt.
Áfram Ísland!