Select Page

Uppskeruhátíð Fimleikasambandsins fór fram 27. nóvember þar sem árangri ársins 2024 var fagnað. Landsliðsfólk, þjálfarar og aðrir fimleikaunnendur áttu saman góða kvöldstund. Fimleikafólk ársins var heiðrað, nýr heiðursfélagi bættist í hópinn auk annarra verðlauna eins og sjá má hér að neðan.

Anna R. Möller er heiðursfélagi Fimleikasambandsins 2024.

Gullmerki Fimleikasambandsins, Guðjón Guðmundsson
Fimleikafólk ársins, Valgarð Reinhardsson og Thelma Aðalsteinsdóttir.
Lið ársins, kvennalandsliðið í hópfimleikum
Afrek ársins, Andrea Sif Pétursdóttir – Evrópumótsferill
Þjálfari ársins, Ármann Ketilsson
Fjölmiðlaverðlaun, Agnes Suto

Fimleikasambandið þakkar öllum sem komu fyrir skemmtilega uppskeruhátíð og óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju.

Hér má sjá fleiri myndir.