Uppskeruhátíð Fimleikasambandsins fór fram 21. desember þar sem árangri ársins 2023 var fagnað. Landsliðsfólk, þjálfarar og aðrir fimleikaunnendur áttu saman góða kvöldstund. Fimleikafólk ársins var heiðrað, nýr heiðursfélagi bættist í hópinn auk annarra verðlauna eins og sjá má hér að neðan.
Kristján Erlendsson er heiðursfélagi Fimleikasambandsins 2023. Kristján var formaður sambandsins 2006-2010, á þeim tíma lagði hann grunninn að framtíðarsýn sambandsins sem byggt er á enn í dag. Kristján er alltaf boðin og búin að aðstoða við viðburði á vegum FSÍ og hefur farið fyrir heilbrigðisteymum á Evrópumóti 2014 og Norðurlandamóti 2023. Fimleiksambandið kann að meta alla þá vinnu sem Kristján hefur innt af hendi fyrir fimleika á Íslandi.
Starfsmerki
Fimleikasambandið þakkar öllum sem komu fyrir skemmtilega uppskeruhátíð og óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju.
Hér má sjá fleiri myndir.