Uppskeruhátíð Fimleikasambandsins fór fram 5. janúar þar sem árangri ársins 2022 var fagnað. Rúmlega 100 manns, bæði iðkendur, þjálfarar og aðrir fimleikaunnendur áttu saman góða kvöldstund. Þar var Fimleikafólk ársins heiðrað ásamt heiðursfélaga og önnur verðlaun veitt, eins og sjá má hér að neðan:
Birgir Guðjónsson hefur tengst fimleika- og reyndar frjálsíþróttahreyfingunni líka frá unga aldri sem iðkandi, þjálfari og dómari, þó lengst af sem iðkandi og er enn að. Hann hefur verið ötull sjálfboða liði hreyfingarinnar, þar sem hann hefur verið læknir fimleikamóta, stjórnarmaður og Formaður á sínum langa ferli.
Í kringum 1980 stofnaði Birgir ásamt félögum sínum hóp í Ármanni sem æfir enn þann dag í dag tvisvar sinnum í viku. Birgir er að sögn félaganna límið í hópnum og hefur búið til fimleikafjölskyldu sem þeir tilheyra allir og hefur gefið þeim svo mikið í yfir 40 ár.
Fimleikasambandið þakkar öllum sem komu fyrir skemmtilega uppskeruhátíð og óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju. Hlökkum til fimleikaársins 2023 með ykkur.
Hér má sjá fleiri myndir frá uppskeruhátíðinni.
Hér að neðan má sjá myndbönd: