Unglingalandslið stúlkna í áhaldafimleikum hefur lokið keppni á Evrópumótinu á Rimini. Liðið skipuðu þær Auður Anna Þorbjarnardóttir, Kolbrún Eva Hólmarsdóttir, Kristjana Ósk Ólafsdóttir, Rakel Sara Pétursdóttir og Sigurrós Ásta Þórisdóttir. Þjálfarar liðsins voru Andrea Kovats-Fellner og Þorgeir Ívarsson.
Stúlkurnar voru allar að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti og var spennan að vera á stóra sviðinu áþreifanleg í hópnum. Mótið gekk vel og keppendur og þjálfarar ánægð með árangurinn á mótnu. Þetta er mikilvæg reynsla fyrir ungar og upprennandi fimleikakonur og koma þær til með að búa að þessari reynslu í verkefnum framtíðarinnar.
Fimleikasambandið óskar keppendum og þjálfurum til hamingju með mótið.