Select Page

Evrópumeistaramótið hefst með pompi og prakt í Portúgal á morgun og munu stúlknalandslið Íslands og blandað lið unglinga hefja keppni fyrir Íslands hönd.

Bæði liðin tóku þátt í podium æfingu í dag og var það þeirra eina tækifæri til að snerta keppnisáhöldin fyrir mótið sjálf. Það er alltaf mikilvægt að fá tilfinningu fyrir keppnisáhöldunum fyrir mótið sjálft og stóðu bæði lið sig með prýði.

Stelpurnar hófu lokaæfinguna á trampólíni, færðu sig síðan yfir á gólfið og enduðu á Dýnu. Blandaða liðið byrjaði á gólfi, fór síðan á dýnu og endaði á trampólíni.

Karla- og kvennalandsliðin byrja daginn á að taka æfingu í keppnishöllinni áður en mótið hefst á unglingalandsliðunum. Það mátti heyra vel í þeim á pöllunum þegar íslensku unglingalandsliðin stigu inn á keppnisgólfið á æfingu sinni í dag enda mikil stemming í íslenska hópnum.

Stúlknaliðið okkar keppir klukkan 17:30 á morgun og blandað lið unglinga klukkan 20:00, sömuleiðis á morgun.

Undankeppnum verður streymt af mótshaldara á gymtv.online

Myndir eru birtar samdægurs á myndasíðu FSÍ

Áfram Ísland!