Stúlknalandslið Íslands og blandað lið unglinga flugu inn í úrslitin á EM á föstudaginn eftir að hafa bæði lent í þriðja sæti í undankeppninni í kvöld.
Efstu sex liðin í hverjum flokki ná inn í úrslitin sem fara fram á föstudaginn 3. Desember. Sýnt verður frá úrslitunum í beinni á netinu.
Bæði lið áttu gott mót þótt einkunnir hjá stúlknaliðinu tóku smá dýfu en smávægileg mistök í liðsumferð enduðu dýrkeypt. Liðin hafa nú smá tíma til að fara yfir mótið með þjálfurunum sínum og gera breytingar fyrir úrslitin.
Stúlknalandsliðið endaði með 50.175 stig einungis 0.1 stigi á eftir Bretlandi sem endaði í öðru sæti. Svíarnir voru efstir með 53.650 stig.
Blandaða unglingalandsliðið endaði með 47.475 stig, 2.5 stigum á eftir Svíþjóð sem var í öðru sæti með 49.00. Blandaða breska unglingalandsliðið tók fyrsta sætið í undankeppninni með 50.225 stig.
Heildarniðurstöður dagsins má sjá hér.
Undanúrslit í fullorðinsflokkum fara svo fram á morgun:
Kvennaliðið keppir klukkan 16:30 og karlaliðið klukkan 19:00.
Beint streymi frá mótinu á morgun má finna hér.