Unglingalandslið Íslands hafa lokið keppni á EYOF 2023. Strákarnir kepptu í hluta tvö í gær og stelpurnar einnig í hluta tvö, nema í dag.
Keppnisdagur strákanna byrjaði ansi skrautlega, en lentum við í rigningarstorm á leiðinni í morgunmat, sem vægt til orða tekið, vakti okkur almennilega, eftir blautan og skemmtilegan morgun þá mættu strákarnir vel stemmdir til keppni. Strákarnir byrjuðu keppnina af öryggi með frábæran stuðning í stúkunni, bogahesturinn vafðist aðeins fyrir strákunum í gær en létu þeir það ekki á sig fá og luku þeir keppni án stórra mistaka. Lúkas Ari Ragnarsson átti besta árangur íslensku strákanna í fjölþraut, en hafnaði hann í 64 sæti með 67.050 stig.
Stelpurnar kepptu í dag, byrjuðu þær á slá sem getur verið krefjandi verkefni. Stelpurnar náðu sér svo sannarlega á strik eftir slánna og sýndu þær mikinn glæsileika í æfingum sínum. Íslenska stuðningliðið var ekki síðra í kvennakeppninni, en heyrðist vel í stúkunni þegar að stelpurnar sýndu glæsilegar æfingar sínar. Hafnaði íslenska unglingalandsliðið í 21. sæti í liðakeppninni og var það hún Kristjana Ósk Ólafsdóttir sem átti bestan fjölþrautarárangur íslenskra stúlkna í dag, en hafnaði hún í 52. sæti með 43.300 stig.
Íslensku unglingalandsliðin hafa þá lokið keppni á EYOF, en mótið er dýrmæt reynsla sem fer beint í reyslubankann hjá þessu unga og efnilega fimleikafólki.
Frekari úrslit má finna hér.
Myndir má finna hér.
Fimleikasamband Íslands óskar keppendum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með árangurinn.