Nú hefur verið formlega opnað fyrir umsóknir um sæti formanna tækni- og fastanefnda FSÍ.
Tækninefndir FSÍ; áhaldafimleikar karla, áhaldafimleika kvenna og hópfimleikar
Starfstímabil nefndanna er hinn sami og stjórnar eða 2020-2022.
Formaður tækninefndar er í forsvari fyrir nefndina og hefur ásamt öðrum fulltrúum í nefndinni eftirlit með framkvæmd mótaðrar stefnu á verksviði nefndarinnar. Leitast er við að formaður hverrar nefndar sé alþjóðlegur dómari sé þess kostur.
Umsóknum skal skila til framkvæmdarstjóra á netfangið fsi@fimleikasamband.is eigi seinna en á miðnætti miðvikudaginn 30. september 2020.
Fastanefndir FSÍ; nefnd um fimleikar fyrir alla og fræðslunefnd
Starfstímabil nefndanna er hinn sami og stjórnar eða 2020-2022.
Formaður fastanefndar er í forsvari fyrir nefndina og hefur ásamt öðrum fulltrúum í nefndinni eftirlit með framkvæmd mótaðrar stefnu á verksviði nefndarinnar.
Umsóknum skal skila til framkvæmdarstjóra á netfangið fsi@fimleikasamband.is eigi seinna en á miðnætti miðvikudaginn 30. september 2020.
Tilnefningar í tækni- og fastanefndir
Óskað er eftir tilnefningum í eftirfarandi nefndir:
- fjögurra manna tækninefnd karla í áhaldafimleikum,
- fjögurra manna tækninefnd kvenna í áhaldafimleikum,
- fjögurra manna tækninefnd í hópfimleikum,
- fjögurra manna nefnd um fimleika fyrir alla,
- fjögurra manna fræðslunefnd,
- þriggja manna nefnda um fjáröflunar- og markaðsmál.
Umsóknum skal skila til framkvæmdarstjóra á netfangið fsi@fimleikasamband.is eigi seinna en á miðnætti miðvikudaginn 30. september 2020.