Select Page

Fimleikasamband Íslands leitar að öflugum manneskjum í starf landsliðsþjálfara í hópfimleikum, til að leiða okkar fremsta fimleikafólk til keppni á Evrópumeistaramót. Við óskum eftir því að þjálfarar gefi kost á sér til tveggja ára, þ.e. fyrir Evrópumót árið 2021 og 2022, en staðan verður endurmetin eftir EM 2021. Fyrir Evrópumótið árið 2021 er stefnt að því að fara með fjögur lið á mótið: Karlalið, kvennalið, blandað lið unglinga og stúlknalið.


Starfssvið

Hlutverk landsliðsþjálfara eru að:

  • Fylgja ávallt siðareglum sambandsins innan og utan vinnutíma. 
  • Setja upp drög að æfingaskipulagi landsliða fram að EM 2021 og EM 2022. 
  • Búa til áætlun út frá Afreksstefnu sambandsins, með tillögu að markmiðum og stefnu landsliða fyrir næstu 4-8 árin. 
  • Mynda, ásamt samþjálfurum, landsliðshópa í samráði við yfirþjálfara og afreksstjóra. 
  • Sitja fundi með þjálfurum hæfileikamótunar og ræða stöðu, stefnu, markmið og framhald.
  • Vera í góðu samstarfi við afreksstjóra, yfirþjálfara, félagsþjálfara, sálfræðing, styrktarþjálfara og aðra landsliðsþjálfara í ferlinu. 
  • Skipuleggja og mæta á opnar-/landsliðshópa-/landsliðsæfingar. 
  • Taka stöðumat á iðkendum á fyrirfram ákveðnum tíma punktum og vinna úr þeim upplýsingum. 
  • Taka á móti og leiðbeina félagsþjálfurum sem sækjast eftir að fá að fylgjast með landsliðsæfingum og læra á ferlið.
  • Mæta á vinnufundi með sínu þjálfarateymi og/eða með yfirþjálfurum og afreksstjóra.
  • Fylgjast vel með þeim upplýsingum sem koma frá FSÍ og/eða öðrum landsliðsþjálfurum og svara samviskusamlega. 
  • Sjá um samskipti við iðkendur í landsliðshópum hvað varðar faglega þætti, sem og félagslega viðburði. Sjá um upplýsingagjöf til iðkenda um stöðu þeirra í verkefnum þegar við á. 
  • Undirbúa sig og sitt teymi fyrir hverja æfingu og fyrir hvern fund.
  • Bera ábyrgð á að sinna vinnu sinni samviskusamlega, fylgja tímalínu eftir bestu getu og skila af sér verkefnum í samráði við yfirþjálfara og afreksstjóra.
  • Fylgja liði sínu í æfingabúðir á tímabilinu.
  • Fylgja sínu liði út á Evrópumót 2021. 

Drög að ferli fyrir Evrópumótið 2021

Athugið að þessar tímasetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.         

  • Úrtökur í landsliðshópa: 
    • Á tímabilinu 29. apríl-2. maí
  • Æfingahelgar:
    • 12.-15. ágúst danshelgi
    •  26.-29. ágúst æfingahelgi
    •  9.-12. sept æfingahelgi
    •  23.-26. sept æfingahelgi
  • Samæfingar með landsliði 5x í viku: 
    • Frá og með 1. október og fram yfir Evrópumót

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Þjálfarar þurfa að hafa lokið, eða a.m.k. hafið, þjálfaramenntun innan Fræðslukerfis FSÍ, eða vera með metna sambærilega menntun. 
  • Þjálfari sem ekki hefur lokið stigi 2 í Fræðslukerfi FSÍ (eða fengið sambærilega menntun metna) skuldbindur sig til að klára það fyrir lok vorannar 2023.

Hægt er að sækja um starfið með því að senda ítarlega ferilskrá með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og meðmælendur ásamt kynningarbréfi á netfangið iris.mist@fimleikasamband.is. Vinsamlega takið fram hvaða liði/liðum þið óskið eftir að þjálfa og hvort þið sækið um sem stökkþjálfarar, þjálfarar gólfæfinga eða bæði. Takið einnig fram hvaða þjálfurum þið vinnið vel með. Við úrvinnslu umsókna verður tekið tillit til þessa þátta en þó getum við ekki tryggt að hægt sé að koma til móts við allar óskir. 

Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2021. Öllum umsóknum verður svarað.