Hildur Maja Guðmundsdóttir lét heldur betur til sín taka í undanúrslitum á Heimsbikarmótinu í fimleikum sem fram fer í Tashkent í Úsbekistan. Keppti hún á öllum áhöldum í undanúrslitum sem fóru fram í gær og í dag. Hildur Maja stóð sig með sóma og flaug á sannfærandi hátt inn í úrslitin á tvíslá og gólfi, að auki er hún fyrsti varamaður inn í stökkúrslitin.
Hildur framkvæmdi stórkostlega tvísláaræfingu með erfiðu tvöföldu heljarstökki með beinum líkama í afstökk, sem skilaði henni 11.050 stig. Gólfið stóð svo sannarlega upp úr hjá okkar konu í dag þar sem hún framkvæmdi glæsilegar æfingar sem skiluðu henni 12.300 stigum og er hún fyrst inn í úrslitin. Hildur framkvæmdi flotta sláaræfingu án stórra mistaka í dag og fékk hún 11.900 stig fyrir og 11. sætið.
Úrslit á Tvíslá og Gólfi, 0.1 frá sláar úrslitum og fyrsti varamaður á stökki. Markmið úrslitanna eru á tvíslá þar sem líkurnar eru minni er að klára æfinguna með stæl og laga smá frá undanúrslitum og á sama tíma njóta þess að vera í úrslitum með ólympíumeistaranum á tvíslá. Á gólfi stefnum við á medalíu.
Hitinn hér úti er rosalegur og hefur tekið smá tíma að venjast en Hildur er búin að standa sig eins og hetja að venjast.Mótið Hér er allt virkilega flott og vel skipulagt, gæðastandardinn mjög flottur.
– Þorgeir landsliðsþjálfari
Úrslitin
- Á morgun, 20. júní kl. 13:10 (íslenskur tími) – Hildur keppir til úrslita á tvíslánni
- 21. júní kl. 13:10 (íslenskur tími) – Hildur keppir til úrslita á gólfi
Beint Streymi – kostar 4.99evrur
Því miður verður ekki boðið upp úrslitalink, en hvetjum við fimleikaáhugafólk til þess að fylgjast með á samfélagsmiðlum okkar, þar sem við munum sína frá mótinu.
ÁFRAM HILDUR OG ÁFRAM ÍSLAND!
Hér má finna myndir, en Agnes Suto landsliðsþjálfari með meiru er með í ferðinni og gegnir hlutverki farastjóra og ljósmyndara.

