Select Page

Bikarmót í frjálsum æfingum í áhaldafimleikum fór fram í dag eftir eins árs hlé vegna covid-19 faraldursins. Meðal annars var keppt í frjálsum æfingum í bæði kvenna- og karlaflokki og fór mótið fram í fimleikahúsi Gerplu. Keppendur komu frá Ámanni, Björk, FIMAK, Fjölni, Gerplu og Gróttu. Ríkjandi meistarar í bæði karla- og kvennaflokknum náðu að verja sinn titil.

bjork
Bikarmeistarar kenna – Björk A

Eftir spennandi keppni í kvennaflokki stóð lið Bjarkar uppi sem sigurvegari með 134,600 stig og sigruðu lið Gerplu með 4,850 stiga mun.

Gerpla A vann öruggan sigur í karlaflokki með 226,129 stig en í öðru sæti urðu liðsfélagar þeirra í Gerplu B sem hlutu 194,962 stig.

Keppninni verður haldið áfram á morgun en þá fer fram bikarmót hjá yngri flokkum.

gerpla
Bikarmeistarar karla – Gerpla A

Kvennalið FIMAK keppti í fyrsta skipti í sögu félagsins sem lið í frjálsum æfingum.

Valgarð Reinhardsson úr Gerplu varð stigahæstur í karlaflokki en hann hlaut 75,432 stig.

Hildur Maja Guðmundsdóttir úr Gerplu varð stigahæst í kvennaflokki og hlaut 44,200 stig.

Úrslit í kvennaflokki í frjálsum æfingum:
Björk A: 134,600 stig
Gerpla: 129,750 stig
Björk B: 118,850 stig

Úrslit í karlaflokki í frjálsum æfingum:
Gerpla A: 226,129 stig
Gerpla B: 194,962 stig
Fjölnir: 169,725 stig