Frá vinstri – Kolbrún Þöll, Ásta og Helgi Laxdal með verðlaunin sín.
Ísland átti þrjá fulltrúa í úrvalsliði (All Stars) Evrópumótsins í Portúgal, auk þess átti Ísland í fyrsta skipti fulltrúa í vali um efnilegasta keppandann (Shooting Star).
Á lokadegi Evrópumóts er vaninn að velja sex bestu karla og sex bestu konur mótsins, valið er tvær bestu konurnar og tvo bestu karlana á öllum þremur áhöldunum. Að þessu sinni á Ísland þrjá fulltrúa í úrvalsliðinu, þau Ástu Kristinsdóttur, Helga Laxdal Aðalgeirsson og Kolbrúnu Þöll Þorradóttur. Þau Ásta og Helgi voru valin í liðið í fyrsta skipti á þeirra fimleikaferli.
Helgi framkvæmdi sannkallað ofurstökk á loka degi mótsins, þar sem samsetning stökksins var heilskrúfa, kraftstökk, tvöfalt heljarstökk með beinum líkama og tveimur og hálfri skrúfu, enginn hefur framkvæmt slíkt stökk í keppni. Helgi uppskar sæti í úrvalsliðinu á dýnu með framkvæmd á stökkinu.
Ásta sýndi yfirburði í dansinum og vann sér inn sæti í liðinu. Ásta stóð sig frábærlega með liðinu sem vann að lokum Evrópumeistaratitilinn, en hún tók þátt í öllum þremur umferðunum á trampólíni og dýnu í undankeppninni og úrslitakeppninni.
Auk þeirra var hún Kolbrún Þöll Þorradóttir í úrvalsliði mótins en hún hefur verið valin í liðið árin 2014, 2016, 2018 og nú 2021. Þetta árið var hún valin í liðið út frá trampólínu en þar framkvæmdi hún eitt erfiðasta stökk mótsins.
Ísland hefur aldrei áður átt fulltrúa í vali um efnilegasta keppandann, en að þessu sinni voru það þau Auður Helga Halldórsdóttir frá Íslandi og Patrik Gustafsson frá Svíþjóð sem unnu verðlaunin.
Auður Helga er aðeins 16 ára gömul og keppir með stúlknaliði Íslands, það er ekki það eina sem Auður gerir yfirburðavel, þar sem á samatíma keppist hún um sæti í unglingalandsliði Íslands í fótbolta. Auður hefur keppt um Íslandsmeistaratitla og orðið Íslandsmeistari í sínum aldursflokki sjö sinnum í frjálsum íþróttum en að auki spilar hún á flautu og stundar nám. Það má því segja að hún Auður hefur náð framúrskarandi árangri í því sem hún hefur tekið sér fyrir hendi og er því vel að titlinum komin.
Innilega til hamingju með árangurinn.
Hér má sjá myndband sem birtir val á úrvalsliðinu.
Hér má finna frétt um valið á úrvalsliðinu.
Hér má finna frétt um valið á efnilegasta keppandanum.