Select Page

Gleðifréttir! Rétt í þessu var Fimleikasambandi Íslands að berast staðfesting frá Alþjóðafimleikasambandinu (FIG) á því að þau Thelma Aðasteinsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Valgarð Reinhardsson tryggðu sér fjölþrautasæti á Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum. Frábær árangur á Evrópumótinu sem haldið var í Antaly, Tyrklandi í apríl tryggði þeim fjölþrautarsætin.

Það er einnig ljóst að Dagur Kári Ólafsson er fyrsti varamaður inn á HM.

Heimsmeistaramótið fer fram í Antwerp, Belgíu dagana 30. september – 8. október 2023, það er nú ljóst að Ísland mun eiga að minnsta kosti þrjá fulltrúa á mótinu.

Miðasala hafin!

Miðasala á heimsmeistaramótið er hafin og hvetjum við fimleikaáhugafólk í að næla sér í miða og fjölmenna í stúkunni þegar að þau Thelma, Margrét Lea og Valgarð stíga á stóra sviðið.

Hér eru upplýsingar um miðasölu.

Hér má lesa allar upplýsingar um mótið.

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Áfram Ísland!