Select Page

04/05/2023

Þrír fulltrúar Íslands á HM í áhaldafimleikum!

Gleðifréttir! Rétt í þessu var Fimleikasambandi Íslands að berast staðfesting frá Alþjóðafimleikasambandinu (FIG) á því að þau Thelma Aðasteinsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Valgarð Reinhardsson tryggðu sér fjölþrautasæti á Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum. Frábær árangur á Evrópumótinu sem haldið var í Antaly, Tyrklandi í apríl tryggði þeim fjölþrautarsætin.

Það er einnig ljóst að Dagur Kári Ólafsson er fyrsti varamaður inn á HM.

Heimsmeistaramótið fer fram í Antwerp, Belgíu dagana 30. september – 8. október 2023, það er nú ljóst að Ísland mun eiga að minnsta kosti þrjá fulltrúa á mótinu.

Miðasala hafin!

Miðasala á heimsmeistaramótið er hafin og hvetjum við fimleikaáhugafólk í að næla sér í miða og fjölmenna í stúkunni þegar að þau Thelma, Margrét Lea og Valgarð stíga á stóra sviðið.

Hér eru upplýsingar um miðasölu.

Hér má lesa allar upplýsingar um mótið.

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Áfram Ísland!

Fleiri fréttir

Landslið – EYOF

Landslið – EYOF

Landsliðsþjálfararnir Róbert Kristmannsson og Þorgeir Ívarsson hafa valið sex einstaklinga til þátttöku í landsliði Íslands fyrir EYOF (European...

Ársþing FSÍ 2023

Ársþing FSÍ 2023

Fimleikaþing sambandsins fór fram á Reykjum í Hrútarfirði, laugardaginn 22. maí. Hefðbundin fundarstörf fóru fram og var það Valdimar Leó...