Þau Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgað Reinhardsson náðu þeim glæsilega árangri að komast í úrslit á sitthvoru áhaldinu eftir keppni dagsins í dag. Thelma keppir til úrslita á stökki og Valgarð á gólfi.
Valgarð varð fimmti inn í úrslitin með frábæra gólfseríu sem skilaði honum 13.850 stig. Valgarð keppti einnig á bogahesti, stökki, tvíslá og svifrá. Thelma keppti á stökki, tvíslá og slá og uppskar vel á stökkinu og varð áttunda inn í úrslitin með 12.675 stig. Thelma er einnig fyrstivaramaður inn í úrslit á slá, 0.2 stigum frá útslitasæti.
Margrét Lea Kristinsdóttir keppti á slá, tvíslá og gólfi og Hildur Maja Guðmundsdóttir á stökki og gólfi. Mótið er meðal annars liður í undirbúningi fyrir HM sem fer fram 30. september til 8. október.
Fimleikasambandið óskar keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur og þeim Thelmu og Valgarð góðs gengis í úrslitum á morgun.
Keppni hefst bæði á gólfi og stökki kl. 13:00 að íslenskum tíma.
Áfram Ísland!