Select Page

Heimsbikarmót í fimleikum fer fram þessa dagana í Varna í Búlgaríu. 130 keppendur eru á mótinu og meðal þeirra eru tveir Íslendingar þær Thelma Aðalsteinsdóttir og Hildur Maja Guðmundsdóttir. Undankeppni er lokið og unnu þær sér báðar þátttökurétt í úrslitakeppni mótsins. 

Thelma á slá og gólfi og Hildur Maja á gólfi. Hildur Maja er að auki fyrsti varamaður inn í úrslitakeppnina á slánni.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Aðeins þær 8 bestu í hverri grein komast í úrslitakeppnina svo það er ljóst  að okkar konur eru búnar að skipa sér á stall með þeim allra bestu. 

Fyrir áhugasama verður hægt að fylgjast með úrslitum sem fram fara á morgun sunnudag kl. 11:45 á slá og kl. 13:15 á golfi í gegnum Elevian appið. 

OLYMPUS DIGITAL CAMERA