Select Page

Íslandsmót í áhaldafimleikum lauk í dag þegar keppt var til úrslita á einstökum áhöldum. Efstu fimm keppendur á hverju áhaldi úr fjölþrautinni í gær unnu sér inn keppnisrétt.

Mótið var haldið í Ármanni og var það Íslandsmeistarinn í fjölþraut frá því í gær, Thelma Aðalsteinsdóttir sem stóð uppi með sigur á flestum áhöldum í kvennaflokki en hún sigraði á stökki, slá og gólfi og Margrét Lea Kristinsdóttir sigraði tvíslánna. Thelma gerði í fyrsta sinn í sögu fimleika nýja fimleikaæfingu sem enginn í heiminum hefur keppt með á stórmóti. Æfingin heitir ekkert ennþá en verður nefnd eftir Thelmu, keppi hún með æfinguna á stórmóti. Æfingin er framhringur á tvíslá tengdur beint í framheljarstökk eða á fimleikamáli ,,Wheeler tengt í Comăneci“. Æfingin hefur fengið E gildi í dómarastiganum.

Keppendur í karlaflokki skiptu verðlaununum bróðurlega á milli sín, en þar sigraði Ágúst Ingi Davíðsson á gólfi, Arnþór Daði Jónasson á bogahesti, Jón Sigurður Gunnarsson á hringjum, Martin Bjarni Guðmundsson á stökki og það var Valgarð Reinhardsson nýkrýndur Íslandsmeistari í fjölþraut sem sigraði bæði á tvíslá og á svifrá.

Úrslit í kvennaflokki

Verðlaunahafar á stökki:

 1. sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla
 2. sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla
 3. sæti: Freyja Hannesdóttir, Grótta

Verðlaunahafar á tvíslá:

 1. sæti: Margrét Lea Kristinsdóttir, Stjarnan
 2. sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla
 3. sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla

Verðlaunahafar á slá:

 1. sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla
 2. sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla
 3. sæti: Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Gerpla

Verðlaunahafar á gólfi:

 1. sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla
 2. sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla
 3. sæti: Margrét Lea Kristinsdóttir, Stjarnan

Úrslit í karlaflokki

Verðlaunahafar á gólfi:

 1. sæti: Ágúst Ingi Davíðsson, Gerpla
 2. sæti: Martin Guðmundsson, Gerpla
 3. sæti: Dagur Kári Ólafsson, Gerpla

Verðlaunahafar á bogahesti:

 1. sæti: Arnþór Daði Jónasson, Gerpla
 2. sæti: Dagur Kári Ólafsson, Gerpla
 3. sæti: Atli Snær Valgeirsson, Gerpla

Verðlaunahafar á hringjum:

 1. sæti: Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann
 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
 3. sæti: Ágúst Ingi Davíðsson, Gerpla

Verðlaunahafar á stökki:

 1. sæti: Martin Guðmundsson, Gerpla
 2. sæti: Valdimar Matthíasson, Gerpla
 3. sæti: Sigurður Ari Stefánsson, Gerpla

Verðlaunahafar á tvíslá:

 1. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
 2. sæti: Atli Snær Valgeirsson, Gerpla
 3. sæti: Sigurður Ari Stefánsson, Gerpla og Dagur Kári Ólafsson, Gerpla

Verðlaunahafar á svifrá:

 1. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
 2. sæti: Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann
 3. sæti: Martin Guðmundsson, Gerpla

Sigurvegarar í unglingaflokki

Kvenna

 • Stökk: Auður Anna Þorbjarnardóttir, Grótta
 • Tvíslá: Rakel Sara Pétursdóttir, Gerpla
 • Slá: Rakel Sara Pétursdóttir, Gerpla
 • Gólf: Sigurrós Ásta Þórisdóttir, Stjarnan

Karla

 • Gólf: Lúkas Ari Ragnarsson, Björk
 • Bogahestur: Björn Ingi Hauksson, Björk
 • Hringir: Lúkas Ari Ragnarsson, Björk
 • Stökk: Sólon Sverrisson, KA
 • Tvíslá: Stefán Máni Kárason, Björk
 • Svifrá: Lúkas Ari Ragnarsson, Björk

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með daginn

Myndir frá Íslandsmóti.

Öll úrslit.