Select Page

Íslensku landsliðin hafa lokið keppni á EYOF 2022. Eftir keppni í Slóvakíu tók við langt og strangt ferðalag en allir keppendur eru nú komnir heim til Íslands og sumir byrjaðir að undirbúa fyrir næsta mót á dagskrá sem er EM í Þýskalandi.

Íslensku landsliðin tóku þátt í liðakeppni og fjölþraut, en bestan árangur íslensku keppandanna átti Sigurður Ari Stefánsson sem hafnaði í 63. sæti með 69.350 stig í fjölþraut.

Þau Arna Brá, Natalía Dóra, Ragnheiður Jenný, Ari Freyr, Lúkas Ari og Sigurður Ari vöru öllsömul að stíga sin fyrstu skref á stórmóti, en vert er að nefna að engin þeirra höfðu áður keppt á Podium. Keppnin var því stór skref í þeirra landsliðsferli sem er aðeins rétt að byrja.

Mikil samstaða, vinátta og gleði skein í gegn í ferðinni, innan sem utan vallar. Íslensku keppendurnir fara heim reynslunni ríkari.

Myndir frá stúlknakeppninni.

Myndir frá drengjakeppninni.