Sýningarhátíðir
Eurogym
Eurogym er fimleikahátíð fyrir ungmenni frá 12 til 18 ára. Hátíðin er haldin annað hvert ár víðs vegar um Evrópu á vegum Evrópska Fimleikasambandsins (European Gymnastics) í samstarfi við mótshaldara. Eurogym er sýningarhátíð þar sem áhersla er á fimleika fyrir alla. Markmiðið er að kynnast fimleikafólki allstaðar að, kynna fimleika fyrir bæjarbúum og njóta þess að leika sér með vinum sínum.
Áætlað var að halda Eurogym í Reykjavík sumarið 2020, en vegna COVID-19 var hátiðinni aflýst. Næsta Eurogym fer fram í Sviss dagana 10.-15. júlí 2022. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Eurogym.
Gym for Life Challenge
Á European Gym for Life Challenge fá Evrópskir hópar tækifæri til að sýna sitt sýningaratriði og fá endurgjöf frá dómurum. Markamið hátíðarinnar er einnig að skemmta sér og kynnast fimleikafólki frá allri Evrópu. Hver hópur verður að innihalda að lágmarki 6 iðkendur.
Áætlað var að halda EGFL í Reykjavík sumarið 2020, en vegna COVID-19 var hátiðinni aflýst. Næsta Eurogym fer fram í Sviss 9. júlí 2022. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Eurogym.
World Gymnastrada
Gymnastrada er stærsta fimleikahátíð í heimi fyrir fólk á öllum aldri. Hátíðin er á vegum Alþjóða Fimleikasambandsins (FIG) í samstarfi við mótshaldara. Á fjögurra ára fresti hittist fimleikaáhugafólk allstaðar að úr heiminum og tekur þátt í sýningum og viðburðum í heila viku.
Næsta hátíð fer fer fram í Amsterdam 30. júlí – 5 ágúst 2023 og hægt verður að nálgast allar upplýsingar á heimasíðu þeirra.
Golden Age
Golden age er fimleikahátíð fyrir 50 ára og eldir. Hátíðin er haldin annað hvert ár á vegum Evrópska fimleikasambandsins (European Gymnastics) í samvinnu við mótshaldara víðs vegar um Evrópu. Hátíðin byggist upp á sýningaratriðum frá þátttakendum og „workshopum“ þar sem hægt er að taka þátt í fjölbreyttum æfingum.
Næsta hátíð verður haldin í Funchal á eyjunni Madeira 2. – 7. október 2022. Frekari upplýsingar má nálgast hér GAGF2022_BULLETIN #1
World Gym for Life
World Gym for Life Challenge er sýningarkeppni fyrir alla óháð fimleikagrein. Keppninni er skipt upp eftir fjölda í hóp, hópar með 20 og færri keppa saman og 21 og fleiri keppa saman. Allir hópar eru dæmdir eftir skemmtanagildi, fjölbreytileika, tækni og heildar ásýnd. Allir hópar fá gull, silfur eða brons og þeir hópar sem vinna sér inn gull taka þátt í Gala sýningu.