Select Page

Ísland sendir fjóra glæsilega fulltrúa á HM í áhaldafimleikum sem fram fer í Liverpool dagana 29. október – 6. nóvember 2022.

Hildur Maja, Thelma, Jónas Ingi og Valgarð á HM

Þau Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir, Jónas Ingi Þórisson og Valgarð Reinhardsson uppskáru öll fjölþrautarsæti á Heimsmeistaramótinu eftir glæsilega keppni á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í ágústmánuði.

Konurnar ferðast til Liverpool þann 25. október og karlarnir 26. október. Kvennakeppni hefst svo með undanúrslitum 29. október en íslensku konurnar keppa í hluta tvö. Karlarnir keppa í undanúrslitum mánudaginn 31. október í hluta eitt.

Þátttökuréttur á lokamót HM

Breyting hefur orðið á því frá seinustu árum hvernig þátttökuréttur er unninn á Heimsmeistaramót í áhaldafimleikum. Í ár var litið til Evrópumóts þar sem aðeins 13 efstu liðin frá liðakeppninni unnu sér inn þátttökurétt á HM. Aðeins 24 fjölþrautakeppendur, af þessum liðum undanskildum unnu sér inn þátttökurétt á mótið.

Frekari upplýsingar

Hér á heimasíðu mótsins má finna ýmsar upplýsingar.