Unglingalandslið Íslands stóðu sig með glæsibrag í úrslitunum á EM í hópfimleikum í dag. Stúlknalandslið gerði sér lítið fyrir og enduðu í 3. sæti!
Íslenska drengjaliðið hóf keppni rétt eftir hádegi í Lúxemborg og hækkaði liðið sig um meira en fimm heil stig frá því í undankeppninni sem verður að teljast frábær árangur þótt drengirnir náðu ekki á pall. Strákarnir enduðu með 40.800 stig og í fimmta sæti sæti.
Næst var komið að blönduðu liði unglinga. Gleðin gjörsamlega skein af íslenska liðinu. Íslenska blandaða liðið hækkaði sig einnig til muna á milli móta en liðið bætti við sig yfir fjórum heilum stigum í úrslitunum og endaði með 48.000 stig.
Stúlknalandsliðið fór síðan inn á keppnisgólfið um kvöldmatarleytið og byrjuðu stelpurnar með látum á öflugum trampólínæfingum áður en þær fóru í gegnum nær fall lausa dýnu. Stelpurnar enduðu með 50.550 stig og nældu sér í brons í dag!
Fimleikasambandið óskar öllum keppendum og þjálfurum innilega til hamingju með árangurinn.
Myndir frá deginum eru komnar inn á myndasíðu Fimleikasambandsins.