Select Page

29/04/2023

Stjarnan Íslandsmeistari í hópfimleikum 2023

Íslandsmót í hópfimleikum fór fram í Stjörnunni um helgina. Mótið var sýnt beint á RÚV og stúkan var stútfull af stuðningsmönnum allra liða.

Í meistaraflokki kvenna var hörð og skemmtileg keppni milli Gerplu og Stjörnunnar og stóð lið Stjörnunnar uppi sem sigurvegari í 5. skipti í röð. Liðið fékk 52.750 stig, í 2.sæti varð lið Gerplu með 51.000 stig og í því þriðja lið Selfoss með 44.850 stig.

Stjarnan varð einnig Íslandsmeistari í gólfæfingum og dýnustökki og lið Gerplu varð Íslandsmeistari á trampólíni.

Íslandsmeistarar í kvennaliði Stjörnunnar

Lið Gerplu

Lið Selfoss

Í karlaflokki sigraði lið Stjörnunnar með 49.250 stig og liðið varð einnig Íslandsmeistari á öllum þremur áhöldunum.

Í flokki blandaðra liða sigraði Höttur með einkunnina 40.275 stig og varð einnig Íslandsmeistari á öllum áhöldum.

Mótið var sýnt í beinni útsendingu á RÚV og var það okkar fremsta sjónvarpsfólk Hlín Bjarnadóttir og Guðmundur Þór Brynjólfsson sem stóðu vaktina fyrir RÚV og lýstu mótinu með glæsibrag.

Úrslit mótsins í öllum flokkum má nálgast hér.

Myndir frá mótinu.

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með árangurinn. Þökkum við Stjörnunni fyrir glæsilegt mótahald.

Fleiri fréttir

Landslið – EYOF

Landslið – EYOF

Landsliðsþjálfararnir Róbert Kristmannsson og Þorgeir Ívarsson hafa valið sex einstaklinga til þátttöku í landsliði Íslands fyrir EYOF (European...

Ársþing FSÍ 2023

Ársþing FSÍ 2023

Fimleikaþing sambandsins fór fram á Reykjum í Hrútarfirði, laugardaginn 22. maí. Hefðbundin fundarstörf fóru fram og var það Valdimar Leó...