Select Page

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Fjölni, Egilshöll í dag. Þrjú lið kepptust um bikarmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna, var það kvennalið Stjörnunnar sem bar sigur úr býtum. Fjögur stúlknalið kepptust um titilinn í 1. flokki og þrjú í mix keppninni.

Stjarnan bar sigur úr býtum!

Í meistaraflokki kvenna var hörð og skemmtileg keppni milli Gerplu og Stjörnunnar þar sem Gerpla átti titil að verja. Gerpla sigraði í fyrra og stoppaði þar með sjö ára sigurgöngu Stjörnunnar. Kvennalið Stjörnunnar mættu einbeittar til keppni í dag með það markmið að endurheimta titilinn, sem þær gerðu með 50.725, Gerpla hafnaði í öðru sæti með 48.200 stig og ÍA í því þriðja, með 42.250 stig.

1. flokkur stúlkna og mix

Í 1. flokki stúlkna var það lið Selfoss sem tryggði sér titilinn með 47.600 stigum, rétt á eftir þeim í öðru sætu var það stúlknalið Gerplu með 47.150 stig og Stjarnan í því þriðja með 45.025 stig.

Lið Stjörnunnar sigraði í 1. flokk mix með 46.100 stig, Gerpla var í 2. sæti með 44.850 stig og Afturelding í því þriðja með 37.800 stig.

Mótið var sýnt í beinni útsendingu á RÚV og var allt hið glæsilegasta.

Úrslit mótsins í öllum flokkum má nálgast hér.

Myndir frá mótinu.

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með árangurinn. Þökkum við Fjölni fyrir glæsilegt mótahald.