Select Page

25/07/2022

Sólarblíða í Slóvakíu

Eftir langt og strangt ferðalag til Slóvakíu, er Íslenski hópurinn mættur og góð stemning er í hópnum.

Snemma í gærmorgun mætti drengjalandsliðið á podiumæfingu, þar fengu þeir að prófa sig áfram í keppnissalnum og gekk æfingin vonum framar. Strákarnir létu langt ferðalag og 30°gráður ekki stoppa sig, heldur mættu þær vel stemdir og gerðu glæsilega fimleika.

Stúlknalandsliðið fékk sitt tækifæri í keppnissalnum í dag á podiumæfingu og stóðu þær sig einnig frábærlega, stelpurnar keppa í hluta eitt á miðvikudag.

Í gærkvöldi fór fram glæsileg opnunarhátíð, þar sem að fjölmargir áhorfendur voru mættir til þess að sjá glæsilegu fulltrúa landanna ganga inn á sviðið. Krakkarnir nutu sín í skrúðgöngu umvafin íslenska fánanum og í góðum félagsskap.

Drengjalandsliðin keppa í hluta eitt á morgun, keppnin hefst klukkan 8:00 á íslenskum tíma. Úrslitin verður hægt að nálgast hér.

Áfram Ísland!

Fleiri fréttir

Mánuður í EM

Mánuður í EM

Þessa dagana eru úrtökumót og úrvalshópaæfingar í fullorðinsflokkum í fullum gangi. Mikil samkeppni er um sæti í landsliði Íslands sem tekur þátt í...

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi um helgina í umsjón Íþróttafélagsins Gerplu. Mótið hófst á keppni í 1.flokki og KKE á...