Select Page

03/10/2022

Sigurbjörg Fjölnisdóttir formaður FSÍ

Sigurbjörg Fjölnisdóttir hefur tekið við sem formaður Fimleikasambands Íslands eftir að Kristinn Arason sagði af sér á fundi stjórnar þann 19. september sl., en hann hefur setið í stjórn sambandsins frá árinu 2014, lengst af sem varaformaður, eða frá árinu 2015. Kristinn tók við formennsku á Fimleikaþingi 4. september 2021. 

Sigurbjörg hefur verið varaformaður sambandsins frá Fimleikaþingi 4. september 2021 og mun gegna hlutverki formanns fram að næsta Fimleikaþingi sem fer fram á Egilsstöðum 27. maí 2023. Stjórn hefur fundað í kjölfar þessara breytinga og hefur Magnús Heimir Jónasson tekið við sem varaformaður og Marta Sigurjónsdóttir tekur sæti í stjórn en hún var áður í varastjórn FSÍ. Aðrir stjórnarmenn eru: Axel Þór Eysteinsson, Halldóra Guðvarðardóttir, Stefanía Reynisdóttir og Þór Ólafsson, ásamt Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur sem situr í varastjórn.

Fleiri fréttir

Mánuður í EM

Mánuður í EM

Þessa dagana eru úrtökumót og úrvalshópaæfingar í fullorðinsflokkum í fullum gangi. Mikil samkeppni er um sæti í landsliði Íslands sem tekur þátt í...

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi um helgina í umsjón Íþróttafélagsins Gerplu. Mótið hófst á keppni í 1.flokki og KKE á...