Select Page

Nú á föstudaginn fór unglingalandsliðið til Osijek í Króatíu á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, stemmningin er góð í hópnum þrátt fyrir langt og erfitt ferðalag og mættu strákarnir beint á Podium æfingu á laugardaginn. Strákarnir stóðu sig gríðarlega vel þrátt fyrir smá ferðaþreytu og fengu góða tilfinningu fyrir áhöldunum. Stúlkurnar kláruðu síðan sína Podium æfingu í dag og voru glæsilegar og vel stemmdar.

Strákarnir hefja keppni á morgun og má fylgjast með streymi á EOCTV.org, og ANOC.TV.

Strákarnir hefja keppni kl. 16:45 eða kl. 14:45 á íslenskum tíma.

Stúlkurnar keppa á miðvikudaginn kl. 12:30, eða 10:30 á íslenskum tíma.

Myndum af æfingunum má nálgast hér.

Einkunnir má skoða á Elivien appinu.

Áfram Ísland!!