Select Page

Karlalandsliðið í áhaldafimleikum er mætt til leiks á Evrópumótið í Munich. Í dag fór fram podium æfing liðsins þar sem strákarnir fengu að fara einn hring á öllum áhöldum í keppnishöllinni. Á morgun eru það svo Lúkas Ari Ragnarsson og Sigurður Ari Stefánsson, sem keppa í unglingaflokki, sem spreita sig á podium.

Það var létt yfir strákunum á æfingunni í dag og þeir virðast tilbúnir í stóra verkefnið, keppnina sjálfa sem fer fram á fimmtudaginn. RÚV sýnir beint frá keppni í hópi 1 þar sem okkar lið keppir og hefst útsending kl.07:45. Á fimmtudag er keppt í undanúrslitum í liðakeppni auk þess sem evrópumeistari í fjölþraut er krýndur. Úrslit í liðakeppni fara fram laugardaginn 20. ágúst og úrslit á einstökum áhöldum sunnudaginn 21. ágúst, RÚV sýnir beint frá báðum úrslitadögunum.

Lúkas Ari og Sigurður Ari keppa á föstudaginn og hefst keppni hjá þeim kl.15:30.

Evrópska Fimleikasambandið mun vera með live útsendingu frá keppnisdögunum.

EM 2022 dagskrá

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með Fimleikasambandinu á Facebook og Instagram, þar sem sýnt er frá íslensku keppendunum í Instagram Story og Facebook Story.

Einnig mælum við með að fylgjast með myllumerkinu #munich2022.

Við óskum keppendum góðs gengis á mótinu. Áfram Ísland!

Myndir frá podium æfingu